U.S. Markets open in 2 hrs 26 mins

VÍS: Jákvæð afkomutilkynning

Drög að árshlutauppgjöri 2. ársfjórðungs 2019 sýna að vænt afkoma félagsins er hagstæðari en afkomuspá gerði ráð fyrir. Samkvæmt drögunum er hagnaður félagsins á 2. ársfjórðungi fyrir skatta um 1.400 – 1.450 milljónir króna en afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir hagnaði fyrir skatta upp á 814 milljónir króna á sama tímabili. Helsta ástæðan fyrir betri afkomu er hærri ávöxtun fjáreigna á tímabilinu.

Miðað við fyrirliggjandi forsendur áætlar félagið að hagnaður ársins 2019 fyrir skatta verði um 3.300 milljónir króna. Félagið tilkynnir að öðru óbreyttu sérstaklega ef frávik frá væntum hagnaði ársins 2019 fyrir skatta er umfram 10%.

Uppfærð spá vegna ársins 2019 verður birt samhliða birtingu árshlutauppgjörs 2. ársfjórðungs þann 21. ágúst næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Óskar Þorvaldsson samskiptastjóri í síma 660 5252 eða í netfanginu fjarfestatengsl@vis.is.